top of page
17966716777524698.jpg

Um mig

​Ég heiti Jóhanna Þorbjörg Magnúsdóttir. Ég bý í Holta og Landssveit ásamt fjölskyldu minni. Við erum með hross, kindur og auðvitað hunda á bænum. Ég byrjaði að vinna með hundum árið 2005 þá hjá Slysavarnarfélaginu Landsbjörg. Þar þjálfaði ég leitarhunda og var ég þar með mínum allra besta vinnufélaga, Morris. Við vorum á útkallslista bæði í snjóflóðaleit og víðavangsleit og sinntum við leitarbeiðnum yfir margra ára tímabil með góðum árangri. Að öðrum ólöstuðum var Morris einstakur hundur, sinnti sínum verkefnum að dugnaði og krafti. Hann var ekki bara leitarhundur heldur var hann fjölskyldumeðlimur, elskaður og dáður af öllum sem hann hitti. Hann hlaut viðurkenningu sem afrekshundur Hundaræktarfélags Íslands árið 2019, viðurkenningu sem okkur þykir vænt um og erum þakklát fyrir að minningu hans var haldið á lofti með þeim hætti.​Árið 2015 ákvað ég svo að fara í nám erlendis og fór í skóla í Austin Texas í Bandaríkjunum. Þar útskrifaðist ég sem Canine trainer and behavior specialist, eða sérfræðingur í hegðun hunda. Í þeim skóla lærðum við grunn í fjölmörgum fögum líkt og hlýðni, hundafimi, þjónustu, nosework, efnaleit, „house manners“ og svona mætti lengi áfram telja. Skólinn var í samstarfi við hundaathvörf í nágrenninu og fengum við dýrmæta reynslu af að vinna með hunda sem áttu erfiða sögu og glímdu við alvarleg og jafnvel hættuleg hegðunarvandamál. Það var dýrmæt reynsla sem ég bý enn að í dag.Árið 2017 fór ég svo á vegum lögreglunnar í nám á vegum Frontex að læra kennsluréttindi til efnaleitar lögregluhunda. Í þessu felst efnaleit líkt og , vopnaleit, fíkniefnaleit, sprengjuleit, lífsýnaleit og leit að fólki. Námið var einnig til útkallsréttinda sem annar hundur bíður þess að taka í framtíðinni.

bottom of page