Stytting á einangrunartíma

Undanfarnar vikur hefur Atvinnu- og nýsköpunarráðuneytið haft í vinnslu nýja reglugerð um innflutning hunda og katta.

Í nýju reglugerðinni er meðal annars gert ráð fyrir því að einangrunartími styttist úr 28 dögum í 14 og breytingarnar eiga að taka gildi þann 1. mars næstkomandi.

Staðreyndin er samt sú að reglugerðin hefur ekki verið auglýst í Stjórnartíðindunum og því hefur hún ekki tekið gildi enn. Frá því að þessi drög lágu fyrir í ráðuneytinu höfum við unnið að því að aðlaga þessar breytingar af starfsemi okkar en slík aðlögun er mikil og tímafrek vinna. Við erum tilbúin með nýjar innkomudagsetningar en þar sem reglugerðin hefur ekki verið staðfest höfum við ekki fengið staðfest nýja planið okkar frá Mast. Um leið og reglugerðin hefur verið staðfest og við fengið staðfestingu frá Mast munum við að sjálfsögðu vera í samskiptum við viðskiptavini okkar og fara yfir breytingarnar og þýðingu hennar fyrir innflutning á þeirra gæludýri og jafnframt birta allar upplýsingar hér heimasíðunni okkar og á facebook síðu Mósels.

Við munum vinna með Mast og viðskiptavinum okkar til þess að þessar breytingar geti gengið eins vel fyrir sig og mögulegt er. Við fögnum þessari breytingu á reglugerð um innflutning hunda og katta sem og breytingu á reglugerð um einangrunarstöðvar og þeirri umræð sem hefur skapast um þær, meðal annars hjá Hrfí. Við erum einnig stolt af því að geta sagt það að einangrunarstöðin Mósel hefur alltaf uppfyllt ákvæði reglugerðar um velferð dýra um stærð herbergja og aðstöðu fyrir dýrin á meðan þau dveljast hjá okkur. Við hlökkum til að halda áfram því brautryðjendastarfi sem við höfum verið að vinna síðustu ár og hlökkum til að bæta enn frekar við þjónustuna meðfram styttingu einangrunartímans.

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

%d bloggers like this: