Skilmálar

Bókunarferli og skilmálar

1.  Fylla þarf út eyðublað sem finna má á heimasíðunni og senda það áfram.

2.  Starfsmaður stöðvarinnar fer yfir eyðublaðið og ef allt er rétt útfyllt þá hefur hann samband til baka í gegnum tölvupóst eða síma, allar staðfestingar fara þó fram í tölvupósti. Í þessum samskiptum kemur fram hvenær pláss er laust fyrir viðkomandi hund og ef samkomulag næst um það er komið að staðfestingu á því að hundurinn verði klár á umræddum tíma og greiðslu staðfestingargjalds.
3.  Viðskiptavinur sýnir afrit af tilkynningu um væntanlega veitingu innflutningaleyfis fyrir hund, sem gefin er út af MAST.
4.  Viðskiptavinur leggur staðfestingargjald, 45.000 krónur inná reikning stöðvarinnar 0325-26-515151 Kennitala 511115 – 2800 og sendir kvittun á allirhundar@gmail.com þar sem fram kemur nafn hundsins.
Einungis þegar staðfestingargjald hefur verið greitt telst pláss frátekið.
Viðskiptavinur hefur 24 klst til að ljúka skrefum 3 og 4 eftir að starfsmaður stöðvarinnar hefur náð sambandi við hann. Ef tilkynningin í lið 3 liggur ekki fyrir við umsókn um pláss skal henni skilað til okkar um leið og hún berst eða í síðasta lagi tveim mánuðum fyrir áætlaðan innflutningsdag annars getur verið að plássið teljist ekki lengur frátekið og verður ráðstafað annað.
Starfsmaður stöðvarinnar mun að jafnaði svara umsóknum fyrsta virka dag eftir að umsóknareyðublaði er skilað inn og verður umsóknum svarað í þeirri röð sem þær berast. Almennt verður umsóknum sinnt á skrifstofutíma 08:00 – 16:00 á virkum dögum.
Ef ekki næst í umsækjanda þennan dag eða hann ekki svarar getur hann átt það á hættu að umsóknin verði færð aftast í röðina.
Það má þó búast við því að vegna álags náist ekki að hafa samband við alla skv. þessari reglu fyrstu dagana eftir að við opnum fyrir skráningu og verður tekið fullt tillit til þess við afgreiðslu plássa.
Staðfestingargjald er óafturkræft en gildir sem greiðsla uppí þann þjónustupakka sem valinn er.
Gjald fyrir innflutningsleyfi hjá MAST er ekki staðfestingargjald hjá okkur.
Ef í ljós kemur að hundur er ekki klár til innflutnings á þeim tíma sem búið var að taka frá af ástæðum sem viðskiptavini máttu vera ljósar þegar pöntun var gerð þarf viðskiptavinur að hefja umsóknarferlið að nýju nema aðstæður leyfi að hægt sé að færa hann milli mánaða. Ef ekki tekst að fylla í plássið sem viðkomandi hundur átti bókað mun viðskiptavinur vera rukkaður um fullt gjald samkvæmt pöntun.
Ef ástæður þess að innflutningsleyfi fékkst ekki voru óviðráðanlegar og ekki á ábyrgð viðskiptavinar þá verður hundurinn færður í næsta lausa pláss sem hentar viðskiptavini.
Stöðin hefur 16 búr af mismunandi stærðum sem takmarka hvert innflutningsholl fyrir sig.
Hundar af réttri stærð miðað við laus búr hafa forgang í upphafi en ekkert mælir gegn því að minni hundar fari í stærri búr skipist það þannig.

 

%d bloggers like this: