Bókunarferli og skilmálar

1.  Fylla þarf út eyðublað sem finna má á heimasíðunni og senda það áfram.

2. Starfsmaður sendir tölvupóst á umsækjanda og staðfestir móttöku umsóknar og hvort laust sé á óskadagsetningu umsækjanda.

2. Fólk hefur val á milli þess að fá kröfu í heimabanka eða gera raðgreiðslusamning við Borgun. Hægt er að velja hvenær byrjað er að borga (allt að 3 mánuðum eftir samningsgerð) og eins er hægt að skipta greiðslum í allt að 36 mánuði.

3. Gera þarf raðgreiðslusamning eða fá kröfu í heimabanka til að plássið sé tryggt ásamt því að greiða skal staðfestingargjald 50.000 kr. Það gjald er óafturkræft komist hundur ekki til landsins og nái ekki að nýta sér plássið.

4. Ef hundur kemst ekki til landsins vegna ástæðna sem innflytjanda hefði mátt vera ljóst þegar hann sótti um verður rukkað fyrir plássið að fullu, (þó að hámarki 240.000).

5.Greiða skal kröfu í heimabanka viku eftir að hundur kemur í einangrun.

6. Ef innflutningsaðili vill færa sig um holl þarf að panta með lágmark mánaðarfyrirvara annars mun viðkomandi verða rukkaður um fullt gjald (að hámarki 240.000)

7. Innifalið í verði er akstur til og frá flugvelli, umhirða, fóður, bað og blástur fyrir útskrift (eitt skipti). Komi upp tilfelli þar sem dýr þarf sérstaka meðhöndlun vegna sýkingar greiðir eigandi það sérstaklega.

8. Tryggingar. Ekki er hægt að tryggja dýr sérstaklega á meðan á dvöl stendur en við útskrift fær eigandi útfyllt tryggingavottorð sem hann getur farið með til síns tryggingafélags. Annars gilda reglur almenns skaðabótaréttar.

9. Eigendur verða að gera sér grein fyrir áhættunni sem fylgir innflutningi, heimildir eru fyrir því að lengja dvöl dýrsins komi upp grunur um sýkingu eða smitsjúkdóm. Fólk er hvatt til að kynna sér lög og reglugerðir varðandi einangrun gæludýra.