Þjónustuhundar

Hundar geta gert svo ótrúlega margt það hef ég bæði séð og upplifað persónulega. Að þjálfa hunda til að aðstoða fólk er verkefni sem stendur afskaplega nálægt mínu hjarta.

Í dag eru tveir hundar í þjálfun hjá mér sem eru efni í þjónustuhunda. Annar þeirra er alfarið þjálfaður af mér, hinn er í eigu konu sem ég aðstoða jafnt og þétt við þjálfun. Annar hundurinn er þjálfaður til að aðstoða einstakling með áfallastreitu og eða heilaskaða í kjölfarið á áverka. Hinn hundurinn er í þjálfun til þess að aðstoða ungan dreng með fjölþættan vanda.

Ef þú ert að velta fyrir þér að eignast vel þjálfaðan hund sem gæti gagnast þér á einhvern hátt hafðu þá samband og sendu mér tölvupóst á : johannamagg@gmail.com

Leave a Reply