Velkomin

 

Velkomin á heimasíðu allirhundar.is

Hér færðu allar upplýsingar um fyrirtækið okkar allirhundar. Að þessu fyrirtæki standa við hjónin Jóhanna Þorbjörg og Ingvar Guðmundsson. Jóhanna sér um allt hundatengt hjá fyrirtækinu en Ingvar er húsasmíðameistari og vinnur við smíðar þegar hann er ekki að smíða heima hjá okkur.

En við bjóðum upp á margskonar þjálfun á hundum fyrir fólk. Við erum með námskeið, einkatíma og svo bjóðum við einnig upp á:

Skapgerðarmat fyrir hvolpa. Mat er gert á goti við 7-8 vikna aldur. Frábært fyrir ræktendur að nota sér matið til að auðvelda val á heimilum fyrir hvolpana.

Skapgerðarmat fyrir fullorðna hunda sem hugsað er fyrst og fremst til að skoða hvort einhver alvarleg frávik séu í skapgerð hundsins

Ráðgjöf við vali á hundi, hvort sem er heimilishundur eða hundur sem notast á í þjónustu.

Við bjóðum einnig upp á að þjálfa þjónustuhunda. Endilega sendið tölvupóst á allirhundar@gmail.com til að spyrjast fyrir um þessa þjónustu en athugið sérstaklega að ekki er hægt að þjálfa hvaða hund sem er í mismunandi verkefni. Ég ráðlegg fólk því eindregið að hafa samband við mig áður en það fer og fjárfestir í hundi sem því langar að fá til aðstoðar við sig.

Jóhanna var einnig í námi við þjálfun fíkniefna og lögregluhunda en farið er með öll mál tengd lögreglu og eða öðrum stofnunum sem trúnaðarmál og því er best að senda skilaboð til að fá frekari upplýsingar um þá þjónustu.

%d bloggers like this: