Um Þjálfunina

Ég býð fyrst og fremst upp á einstaklingsmiðaða þjálfun. Þarfir hunda geta verið mjög mismunandi og mun ég reyna að finna í samráði við eiganda hvað hentar best. Sumum hundum hentar vel að vinna í hóp á meðan aðrir hundar þurfa einkatíma. Ég býð upp á grunnámskeið í hlýðni þar sem meðal annars verður farið yfir hælgöngu, innkall, skipanir á borð við sestu og leggstu svo eitthvað sé nefnt. Hópnámskeið munu verða auglýst með góðum fyrirvara og verð fer eftir fjölda þáttakenda og staðsetningu.

Verð á einkatímum er 12.000 krónur á klukkustund. Í einkatímum er farið í það sem eigandi óskar eftir aðstoð með.

Ef einhverjar spurningar vakna ekki hika við að hafa samband á allirhundar@gmail.com. Hlakka til að sjá þig !

%d bloggers like this: